Brussel 101

  “Af hverju er Belgía eiginlega land? Af hverju og hvernig virkar landið með tvo gjörólíka tungumálahópa? Er Brussel ekki bara grá og leiðinleg?”

   

  Í ferðinni verður þessum algengu spurningum svarað, ásamt því að varpa ljósi á magnaða sögu og menningu þjóðarinnar. Við göngum um miðbæinn og fræðumst um helstu kennileiti borgarinnar.

  Í ferðinni er lögð áhersla á létta og lifandi frásögn til að gefa góða innsýn í stórbrotna sögu þjóðarinnar og borgarinnar. Menning, matur og þjóðsögur eru ómissandi hluti af belgísku þjóðarsálinni og því ekki hjá því komist að gera þeim þáttum góð skil. 

  Í lok ferðar ættu allir að hafa góða grunnþekkingu á borginni og því sem hún hefur upp á að bjóða.

   

  Helstu viðkomustaðir eru m.a. Manneken Pis, Grand Place, Galeries Royales Saint-Hubert og Cathedral St. Michael & St. Gudula.

  Mæting: tröppurnar á La Bourse de Bruxelles (gamla kauphöllin)

  Metrostöð: De Brouckere

  Tramstöð/strætóstöð: Bourse

   

  Lengd: 2,5 klst

  Verð: 30 EUR, ókeypis fyrir 18 ára og yngri