top of page
Search
Stellar Walks

Draum­kennd­ar bygg­ing­ar í Brus­sel

Updated: Apr 16, 2019


Við þekkj­um öll ein­kenn­andi „metropolitain“-skilt­in í Par­ís við inn­ganga í neðanj­arðarlest­ar­kerfi borg­ar­inn­ar. Þessi fal­legu og draum­kenndu skilti eru í stíln­um Art Nou­veau, en færri vita að Brussel er tal­in vera Art Nou­veau-höfuðborg heims­ins. Flest­ir tengja borg­ina við tröllvaxn­ar gler­bygg­ing­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, en hug­ljúf­ar og heill­andi Art Nou­veau-bygg­ing­ar eru svo sann­ar­lega eitt­hvað sem maður á ekki að láta fram hjá sér fara.


Fal­lega fljót­andi lín­ur og form úr boga­dregnu járni með sterka til­vís­un í nátt­úr­una, opin rými böðuð í dags­ljósi gegn­um glerþök og mósaík­gólf. Hvert smá­atriði út­hugsað og heild­ar­hönn­un í fyr­ir­rúmi. Hús­in líkj­ast helst álf­heim­um, þó ekki göt­unni í Reykjavík. Hönn­un­in og nálg­un­in á bygg­ing­ar­efni þótti á sín­um tíma afar framúrstefnu­leg.

Úti um alla Brus­sel eru ein­stak­ar Art Nou­veau-bygg­ing­ar sem byggðar voru á árunum 1893 til 1914. Brus­sel var auðug í kjöl­far iðnvæðing­ar­inn­ar og í örum vexti á þess­um tíma. Arkí­tekt­ar eins og Victor Horta og Paul Hank­ar voru ráðnir af rík­um borg­ar­bú­um til að hanna fyr­ir þá hús­næði í þess­um stíl sem var ólíkt öllu því sem áður þekkt­ist. Árið 1914 voru yfir 1.000 slík­ar bygg­ing­ar í borg­inni, en á 7. og 8. áratug síðustu ald­ar var um helm­ing­ur þeirra eyðilagður. Bygg­ing­arn­ar í dag eru ýmist versl­un­ar­hús­næði, kaffi­hús eða einka­hús­næði. Í dag eru marg­ar bygg­ing­anna friðaðar og jafn­vel á heims­minja­skrá UNESCO.

Ekki gleyma að horfa upp þegar gengið er um borg­ina og njóta þess að skoða framhliðar hús­anna. Sam­hliða því að Art Nou­veau-hönn­un­in blómstraði í borg­inni efndi Brus­sel til fram­hliðasam­keppni íbúðar­húsa sem leiddi af sér ein­stak­lega skreytt­ar og fal­leg­ar fram­hliðar á hús­um sem ann­ars eru ekki tal­in vera hluti af Art Nou­veau-bygg­ing­ar­stíln­um, en yfir 200 slík­ar fram­hliðar eru enn sjá­an­leg­ar í dag.

Art Nou­veau-hús­in eru fjöl­mörg en afar mis­jafnt er hvort og hve mikið aðgengi almenn­ing­ur hef­ur að þeim. Þau eru engu að síður þess virði að heim­sækja þótt það sé aðeins til að dást að fram­hlið þeirra.

Victor Horta-húsið er ein­falt að heim­sækja og gef­ur góða inn­sýn í Art Nou­veau-stílinn sem set­ur svo sterk­an svip á borg­ina. Horta hannaði húsið fyr­ir fjöl­skyld­una sína en húsið er í dag safn.

Autrique-húsið er fyrsta húsið sem Horta hannaði í þess­um stíl og mark­ar því tímamót í þess­um merki­lega kafla borg­ar­inn­ar. Húsið var byggt 1893 og er opið almenn­ingi.


Cauchie-húsið er staðsett við Cinquan­tenaire-garðinn, í útjaðri Evr­ópu­hverf­is­ins. Þeir sem eiga leið til Brus­sel á fundi gætu með ein­föld­um hætti tekið á sig auka krók og kíkt á þetta ein­staka hús sem skreytt er út­skorn­um Art Nou­veau-teikn­ing­um. Húsið er byggt af arki­tekt­in­um, mál­ar­an­um og hönnuðinum Paul Cauchie í sam­starfi við eig­in­konu sína, og því má sjá utan á hús­inu áletr­un­ina “Par Nous – Pour Nous” eða “af okk­ur – fyr­ir okk­ur”. Húsið er opið fyrstu helg­ina í hverj­um mánuði.


Ciam­berlani-húsið var byggt fyr­ir mál­ar­ann Al­bert Ciam­berlani og hannað af Paul Hank­ar. Lokað al­menn­ingi.


Van Eet­velde-húsið er af mörg­um talið meist­ara­verk Horta og er núna á UNESCO World Her­ita­ge List. Til að heim­sækja húsið þarf að bóka sér­stak­lega ferð með leiðsögu­manni.


Hotel Tassel eft­ir Victor Horta, byggt árið 1893, er talið vera eitt af fyrstu og fallegustu dæmun­um um Art Nou­veau-stíl­inn. Horta hannaði allt niður í hurðarhúnana en slík heild­ar­nálg­un var áður óþekkt og markaði tíma­mót í arkí­tekt­úr (UNESCO World Her­ita­ge Site). Til að heim­sækja húsið þarf að bóka sér­stak­lega ferð með leiðsögu­manni.


Hannon-húsið var byggt 1902 og hannað af Ju­les Brun­faut fyr­ir verk­fræðing­inn Edou­ard Hannon.

Saint-Cyr-húsið eft­ir lær­ling Horta fyr­ir list­mál­ar­ann Geor­ge Saint-Cyr.


26 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page