top of page
thumb2-brugge-evening-sunset-belgian-cit
Stellar Walks-3_edited_edited.png

Brugge

Ferð til Brugge er eins og ferð aftur í tímann, inn í miðaldameistaraverk. Stundum kölluð Feneyjar norðursins með draumkennda borgarmynd, síki sem hlykkjast inn á milli húsanna, klaustur, gömul brugghús og þjóðsögur á hverju horni. Það er ekki að ástæðulausu sem borgin er einn vinsælasti áfangastaður elskenda í Evrópu.

Leiðsögnin í Brugge er skemmtileg flétta af sögu borgarinnar, þjóðsögum, ævintýrum og góðum ábendingum fyrir þá sem skella sér í gönguferð með Stellar Walks.

Eftir dag í Brugge er ekki hægt annað en að vera fullur hrifningar. Við göngum um sögufræga borgarhlutann og glæðum borgina lífi með skemmtilegum frásögnum, ýmist frá sönnum atburðum, dásamlegum þjóðsögum eða dramatískum ástarsögum. Inn í frásögnina fléttast eigin reynslusögur mínar af því að hafa átt heima á einum vinsælasta stað ferðamanna í Evrópu. Helstu kennileiti borgarinnar fá sögulegt samhengi svo í lok ferðar eru ferðalangar komnir með góða tilfinningu fyrir borginni. 

Brugge er einfaldlega staður sem er ekki hægt að láta fram hjá sér fara!

 

Helstu viðkomustaðir eru m.a. Minnewater, Beguinage klaustrið, Gruuthus og Markt torgið.

 

Mæting: Markt torgið eða eftir samkomulagi.

 

Lengd: 2,5 klst

Verð: 40 EUR

​Lágmarksfjöldi eru 6 einstaklingar

1R0B1137.jpg

Burg

Burg torgið felur sig í skjóli hins mikla Markt torgs, einstaklega fallegt og tilkomumikið en í senn lítið og heillandi.

bottom of page