Leopold hverfið
Í þessari ferð er farið öfganna á milli! Ef þú hélst að Brussel væri einsleit skrifstofuborg þá kemur þessi ferð þér skemmtilega á óvart.
Við byrjum hjá konungshöllinni þar sem ferðin er sett í samhengi út frá sögu konungsfjölskyldunnar. Þaðan göngum við yfir í Matonge hverfið sem er eignað Kongóbóum og fjallað um átakanlega sögu þess. Síðari hluti ferðarinnar liggur í gegnum hverfi Evrópusambandsins þar sem farið er yfir sögu hverfisins og uppbyggingu, auk alls þess sem hverfið hefur upp á að bjóða.
Fyrir flesta er Leopold hverfið aðeins stórt svæði skrifstofubygginga Evrópusambandsins þar sem lítið annað er að sjá. Það gæti ekki verið fjarri sannleikanum! Á þessu svæði eru fjölmörg lifandi torg, græn svæði, þekkt söfn og seldar bestu fríturnar (skv. formlegri landsdómnefnd)!
Steinsnar frá er svo hið magnaða Matonge hverfi sem minnir stöðugt á blóðuga sögu Belgíu í Kongó. Farið verður yfir söguna og stöðuna í dag. Matonge er eins konar afrískt-bohéme hverfi sem iðar af lífi, framandi matvöru, litagleði, tónlist og hárlengingum!
Helstu viðkomustaðir eru m.a. Place du Luxembourg, Rond-point Schuman, Porte de Namur, Parc Leopold
Mæting: Konungshöllin
Metrostöð: Trone
Tramstöð/strætóstöð: Palais
Lengd: 2,5 klst
Verð: 40 EUR
Lágmarksfjöldi eru 6 einstaklingar
Brilliant tour
The tour with Stella was a great way of getting to know Bruxelles. The tour was centred around history, architecture, food and everyday life - a perfect combination. Stella had a lot of local knowledge that you wouldn’t be able to read in a guide book, so therefore her tour is a must if you want to discover the real Bruxelles.
My view on Bruxelles wouldn’t have been the same without this tour!
metted511