top of page
Image by Stephanie LeBlanc
Stellar Walks-3_edited_edited.png

Brussel 101

“Af hverju er Belgía eiginlega land? Af hverju og hvernig virkar landið með tvo gjörólíka tungumálahópa? Er Brussel ekki bara grá og leiðinleg?”

 

Í ferðinni verður þessum algengu spurningum svarað, ásamt því að varpa ljósi á magnaða sögu og menningu þjóðarinnar. Við göngum um miðbæinn og fræðumst um helstu kennileiti borgarinnar.

Í ferðinni er lögð áhersla á létta og lifandi frásögn til að gefa góða innsýn í stórbrotna sögu þjóðarinnar og borgarinnar. Menning, matur og þjóðsögur eru ómissandi hluti af belgísku þjóðarsálinni og því ekki hjá því komist að gera þeim þáttum góð skil. 

Í lok ferðar ættu allir að hafa góða grunnþekkingu á borginni og því sem hún hefur upp á að bjóða.

 

Helstu viðkomustaðir eru m.a. Manneken Pis, Grand Place og Galeries Royales Saint-Hubert.

Mæting: tröppurnar á La Bourse de Bruxelles (gamla kauphöllin)

Metrostöð: De Brouckere

Tramstöð/strætóstöð: Bourse

 

Lengd: 2,5 klst

Verð: 40 EUR

Lágmarksfjöldi eru 6 einstaklingar

IMG_8008.jpg

Wonderful tour!

We had such a good time on our tour with Stella. She is such a nice person and knows everything you need to know about Burssels. Her tour is a great way to understand the city better with your own personal guide. I would 100% recommend Stellar Walks to anyone and I am definitely going on a another tour with her when I come back to Brussels :)

Urður E.

Galerie Royale

Galerie Royale býður upp á margar skemmtilegar verslanir, kaffihús og veitingastaði sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Í gönguferðinni er farið yfir sögu galleríunnar og hvar má finna uppáhaldsstaði Stellar Walks

bottom of page