top of page
Laeken
Stellar Walks-3_edited_edited.png

Laeken & Atomium

Laeken er full af skemmtilegum andstæðum, allt frá konunglegum höllum og görðum, yfir í hið stóra sýningarsvæði sem hýsir ótrúlegan fjölda vörusýninga og viðburða á hverju ári, kórónað með einu af þekktustu kennileitum Brussel: Atomium.

 

Á þessu svæði má sjá aðsetur konungsfjölskyldunnar, konunglega gróðurhúsið, fallegar gönguleiðir í Laeken garðinum, japanska turninn og kínverska listihúsið. 

Mögnuð saga konungshallarinnar og fjölskyldunnar, sýningarsvæði þriggja af fimm heimssýningum í Belgíu, Atomium og faldir gersemar eins og Hugsuðurinn eftir Rodin í Laeken kirkjugarðinum. Í ferðinni eru þessi staðir heimsóttir og saga þeirra sögð á meðan við göngum í gegnum eitt af stærstu grænu svæðum í Brussel. Í garðinum búa hundruðir kanína sem hlaupa um (ekki allar í einu!) og gefa garðinum líf. 

Þetta er ferð sem leynir á sér!

 

Helstu viðkomustaðir eru m.a. Atomium, japanski turninn, kínverska listhúsið, florist garðarnir, konungshöllin og Notre Dame de Laeken. 

Mæting: Grand Palais, Expo

Metrostöð: Heysel

Tramstöð/strætóstöð: Heysel

 

Lengd: 3 klst

Verð: 40 EUR

​Lágmarksfjöldi eru 6 einstaklingar

Atomium

Konunglegu gróðurhúsin

Konunglegu gróðurhúsin eru alla jafna ekki opin almenningi en í þrjár vikur á vorin geta gestir gengið um glergöng á milli strórfenglegra góðurhúsa konungsfjölskyldunnar. Gróðurhúsin eru þekkt fyrir ótrúga fjölbreytta flóru sína.

bottom of page