René Magritte
Í ár eru 125 ár frá fæðingu René Magritte og af því tilefni fékk Brussel franska götulistamanninn
Julien de Casabianca til að mála stækkaða þætti úr verkum Magritte á húsveggi í miðbænum.
Verkin verða til sýnis í takmarkaðan tíma og því er þessi leiðsöguferð aðeins í boði fram til 7. janúar 2024.
Magritte var ekki bara áhugaverður listmálari og verkin skemmtilega heillandi, heldur lifði hann jafn forvitnilegu lífi. Hann þykir með fremstu súrrealistum síðusta aldar og verkin verið innblástur fyrir aðra listamenn, auk þess að birtast reglulega í pop kúltúr.
Í göngunni förum við yfir lífið, listina og skoðum þau átta listaverk sem prýða húsveggi í miðbæ Brussel.
Veggmyndirnar leiða okkur í gegnum miðbæinn og gefa nýja upplifun og sýn á borgina. Við endum ferðina á bar sem Magritte og samferðamenn hans fjölsóttu á sínum tíma.
Mæting: Place de Brouckere
Metrostöð: De Brouckere
Tramstöð/strætóstöð: De Brouckere
Lengd: 2,5 klst
Verð: 40 EUR
Wonderful tour!
We had such a good time on our tour with Stella. She is such a nice person and knows everything you need to know about Burssels. Her tour is a great way to understand the city better with your own personal guide. I would 100% recommend Stellar Walks to anyone and I am definitely going on a another tour with her when I come back to Brussels :)
Urður E.