top of page
beerandchocolate.jpg

Smakkferð

Afhverju ekki að njóta íslenskrar leiðsagnar um Brussel á sama tíma og þú gæðir þér á öllu því helsta sem borgin hefur að bjóða? Belgía er Mekka nautnaseggsins og matgæðingsins með óendanlega og fjölbreytta flóru bjórtegunda, himneskt súkkulaði svo ekki sé minnst á vöfflurnar, kræklinginn og fleiri gómsæta belgíska þjóðarrétti. 

Ef þetta er eitthvað sem heillar þig, þá er smakkferð með Stellar Walks það sem þú ert að leita að.

Smakkferðin byggir á Brussel 101 leiðsöguferð Stellar Walks en hér fá nautnaseggirnir og matgæðingarnir að njóta sín. Inn á milli þess sem við göngum um borgina og fræðumst um helstu kennileiti og menningu landsins, þá stoppum við á vel völdum stöðum til að smakka bjór og súkkulaði. Í gönguferðinni er aukin áhersla á fræðslu um matar- og bjórmenningu Belgíu. Allir staðir eru valdir sérstaklega af Stellar Walks með það í huga að auka á upplifun ferðalanga og af sjálfsögðu er aðeins það besta valið. 

Helstu viðkomustaðir eru m.a. Manneken Pis, Grand Place, og Galeries Royales Saint-Hubert.

Mæting: tröppurnar á La Bourse de Bruxelles (gamla kauphöllin)

Metrostöð: De Brouckere

Tramstöð/strætóstöð: Bourse

 

Lengd: 3,5 klst

Verð: 50 EUR

Image by Bertrand Borie

I would walk 500 miles...

You "don't come to a empty cabin", as we say in Icelandic, when it comes to Stellar and Brussels. 
A great way to get to know the city, what the city is like, why the city is the way it is etc., plus we got to stop at bars we probably never would have gone to elsewhere.
Anyone coming to Brussels for the first time should start by meeting Stellar. It's worth it, probably the best chocolate of the walking tours in Brussels.
As the poet once said, I'll be back!

HannibalHaux

Belgískt súkkulaði

Súkkulaði er ekki það sama og súkkulaði! En í smakkferðinni með Stellar Walks er farið vel yfir þessa slungnu staðreynd og auðvitað eru færðar fyrir þessu smakkbærar sannanir.

bottom of page