top of page
Battle of Waterloo
Stellar%20Walks-3_edited_edited_edited.p

Waterloo

At Waterloo Napoleon did surrender, oh yeah! And I have met my destiny in quite a similar way. The history book on the shelf is always repeating itself. Waterloo...

 

Það er einkennileg blanda að söngla Waterloo með ABBA á meðan gengið er um vígvelli Napoleons og Wellingtons, en einhverra hluta vegna er erfitt að standast freistinguna!

Í þessari ferð eru meðal annars höfuðstöðvar Napoleons og Wellingtons heimsóttar, gamli vígvallarspítalinn sem núna er brugghús og safn, auk heimsóknar í afar flott og vel útfært safn við minnisvarða orrustunnar um Waterloo. Þetta er heilsdagsferð með hádegisverði og kvöldmat á stöðum sem tengjast sögunni.

Ferðina er hægt að stytta og aðlaga að hverjum hópi fyrir sig. Ferðin er aðeins í boði fyrir 10 manna hópa eða fleiri.

Innifalið er leiðsögn, rúta, bjór- og ostasmakk, heimsóknir á helstu söfn, hádegis- og kvöldmatur.

 

Lengd: Heill dagur (einnig hægt að stytta og aðlaga)

Verð: Hafið samband.

01c0d1347d930289e849a058cd8e35c1.jpg

Ljónshæðin

Ljónshæðin var reist til minningar um orrustunnar í Waterloo og fyrsta safnið opnað þar árið 1915 til að minnast að 100 ár væru frá orrustunni. Á 200 ára tímamótunum var nýtt og nútímalegt safn opnað neðanjarðar sem tengist því gamla.

bottom of page