
Söfn

Opnunartímar og aðgangseyrir
Hafirðu áhuga á að skoða einhver af þeim fjölmörgu og fjölbreyttu söfnum sem borgin hefur að bjóða þá er um að gera að hafa í huga:
-
Mörg söfn bjóða ókeypis aðgang fyrsta sunnudag eða miðvikudag mánaðarins.
-
Töluvert er af aðgangsfríum söfnum.
-
Sum söfn loka á mánudögum.
Það þarf því ekki að eyða formúgu í safnaferðir ef vel er skipulagt. Aðgangseyrir inn á söfn er yfirleitt ekki hár þannig að þó svo maður sé ekki í borginni þegar "frídagarnir" eru þá þarf ekki að örvænta.
Hér má finna lista yfir söfnin, opnunartíma og "frídagana".
Stellar Walks mælir með

Magritte safnið
Magritte er frægasti "súrrealísti" Belgíu og talinn mikilvægur frumkvöðull á sviði hugtaka- og popplistar. Hvort sem maður er mikill listunnandi eða ekki þá er Magritte safnið eitthvað sem maður á ekki að láta fram hjá sér fara. Verkin hans eru skemmtileg, á sama tíma og þau eru mjög heimspekileg. Safnið er ekki of stórt og hver og einn getur farið það á sínum hraða.