top of page
Stellar%20Walks-3_edited_edited_edited.p

Söfn

Image by Ryan Stefan

Opnunartímar og aðgangseyrir

Hafirðu áhuga á að skoða einhver af þeim fjölmörgu og fjölbreyttu söfnum sem borgin hefur að bjóða þá er um að gera að hafa í huga:

  • Mörg söfn bjóða ókeypis aðgang fyrsta sunnudag eða miðvikudag mánaðarins.

  • Töluvert er af aðgangsfríum söfnum.

  • Sum söfn loka á mánudögum.

Það þarf því ekki að eyða formúgu í safnaferðir ef vel er skipulagt. Aðgangseyrir inn á söfn er yfirleitt ekki hár þannig að þó svo maður sé ekki í borginni þegar "frídagarnir" eru þá þarf ekki að örvænta.

​Hér má finna lista yfir söfnin, opnunartíma og "frídagana".

Stellar Walks mælir með

art-3.jpg

Magritte safnið

Magritte er frægasti "súrrealísti" Belgíu og talinn mikilvægur frumkvöðull á sviði hugtaka- og popplistar. Hvort sem maður er mikill listunnandi eða ekki þá er Magritte safnið eitthvað sem maður á ekki að láta fram hjá sér fara. Verkin hans eru skemmtileg, á sama tíma og þau eru mjög heimspekileg. Safnið er ekki of stórt og hver og einn getur farið það á sínum hraða.

bottom of page