top of page
Stellar%20Walks-3_edited_edited_edited.p

Verslun

Image by Mike Petrucci

Opnunartímar

Verslanir í Brussel eru flestar opnar á virkum dögum milli kl.10.00 og 18.00, en á laugardögum eru margar opnar til kl.19.00 eða 20.00. Öllu jafna eru allar búðir lokaðar a sunnudögum, en þó eru einstaka búðir opnar og þá helst í miðbæ Brussel. Það er ekki óalgengt að minni verslanir utan borgarkjarnans loki á mánudögum hjá sér. 

Image by Ste Wright

Verslunargötur

Rue Neuve er göngugata staðsett í miðbæjarkjarnanum þar sem allar helstu verslunarkeðjur má finna, svo sem Primark, Uniqlo, H&M og fleira. Gatan er frekar þröng og það getur verið mikil mannmergð þar. Þar sem þetta er lítið svæði þá þarf ekki að ganga mikið til að komast á milli þeirra verslanna sem maður vill fara í.

Chaussée d'Ixelles/Avenue Toison d'Or/Avenue Louise eru þrjár mjög ólíkar götur sem þó liggja hver að annarri. Chaussée d'Ixelles má líkja við Rue Neuve hér að ofan, Avenue Toison d'Or er með verslanir eins og Arket, &otherstories, Apple, Chanel og Louis Vuitton. Avenue Louise einskonar áframhald þessum tvemur götum. Hérna er ekki eins mikil mannmergð eins og á Rue Neuve, úrvalið er mjög breitt en á móti er meiri ganga á milli staða.

Image by Victor Xok

Verslunarmiðstöðvar

City 2 er verslunarmiðstöð við endan á Rue Neuve. Nýlega búið að gera endurbætur á henni og þá sér í lagi matarmarkaðnum í kjallaranum en þar má meðal annars finna Five Guys hamborgarastaðinn. Þó svo maður vilji forðast Rue Neuve þá má vel versla hér í meira ró og næði. City 2 er tengd við INNO verslunarmiðsöðina svo þetta eru raunverulega tvær samvaxnar verslunarmiðstöðvar.

Woluwe Shopping Center er staðsett fyrir utan miðbæinn svo best er að taka metro þangað sem stoppar í kjallara hennar (stoppistöðin heitir Roodebeek). Hérna sér maður helst íbúa borgarinnar frekar en í miðbænum.

Docks Bruxel (sic) er nýleg verslunarmiðstöð rétt fyrir utan kjarna borgarinnar. Sambærileg og Woluwe Shopping Center en nær miðbænum. Hér eru leiðbeiningar varðandi tram og strætó þangað.

bottom of page