top of page
Stellar%20Walks-3_edited_edited_edited.p

Barnvænt

b49a7d704ac4b2e9ca300a9bc6e4d4ab.jpg

Dýragarðar

Pairi Daiza er einstaklega flottur og skemmtilegur dýragarður í Hainaut. Upplifuninni má líkja við smá-heimsreisu en garðinum er skipt upp í þemu þar sem maður gengur í gegnum kínverskan garð, afrísk smáþorp eða Asísk hof eða strönduð drauga skip. Í hofinu leynast bengölsk tígrisdýr, í skipinu eru skriðdýrin, aparnir hafa tekið undir sig yfirgefna höll. Á maðan gestir labba á milli svæða eru þrautir og leiktæki fyrir stóra sem smáa. Það er ekki að ástæðulausu sem þetta er margverðlaunaður dýragarður. Þeir allra spennutstu geta svo gist í garðinum!

Frá Brussel er hægt að taka lest beint þangað, stoppistöðin er Combron-Casteau.

Planckendael er annar skemmtilegur dýragarður rétt fyrir utan Brussel. Hugmyndafræðin er svipuð og í Pairi Daiza en hann er aðeins minni. Þó svo Planckendael sé ekki eins veglegur sá fyrr nefndi þá er hann engu að síður vel heimsóknarinnar virði. Hægt er að taka lest á stoppistöðina í Mechelen og þaðan gengur Planckendael strætó á 15 min fresti.

Antwerpen dýragarðurinn er með þeim elstu í heiminum en hann var opnaður 21. júlí 1843. Hann er þægilegur að stærð og staðsettur alveg við hliðina á aðalbrautarstöðinni í Antwerpen sem gerir hann afar þægilegan að heimsækja. Vilji maður ekki fá sér kvöldverð í dýragarðinum er auðvelt að bregða sér út fyrir garðinn og þá er maður kominn beint í miðbæinn.

Image by 2Photo Pots

Skemmtigarðar

Walibi er klassískur skemmtigarður með rússíbönum, draugahúsum og öðrum tryllitækjum. Gott úrval fyrir alla aldurshópa og leiksvæði fyrir þau yngstu. Walibi er rétt fyrir utan Brussel (Wavree) og hægt að taka lest frá miðbæ Brussel.

Plopsaland er svipaður skemmtigarður þar sem Maja býfluga ræður ríkjum. Garðurinn er staðsettur í De Panne sem er alveg út við strönd Belgíu, rétt við landamærin að Frakklandi.

Mini Europe er lítill garður rétt hjá Atomium í Brussel. Í garðinum má sjá allar þekktustu byggingar Evrópu í smækkaðri mynd. 

Image by The New York Public Library

Leikur að læra

Technopolis leggur áherslu á gagnvirka upplifun á raunvísindum. Hér geta stórir sem smáir leyst þrautir, prófað sig áfram með ýmsar tilraunir og búið til tónlist með nýstárlegum hætti. Líflegt og skemmtilegt fyrir alla aldurshópa. Technopolis er staðsett miðja leið á milli Brussel og Antwerpen, en á heimasíðunni má finna góðar leiðbeiningar um hvernig best er að komast þangað.

Euro Space Center er frábær upplifun fyrir börn og fullorðna. Heilsdags skemmtun með planetarium, 5D geimferðar bíó, ganga á tunglinu og margt fleira. Ýmsir möguleikar í boði og frítt fyrir 6 ára og yngri. Á heimasíðunni má einnig finna ferðaleiðbeingar þangað.

Image by Bambi Corro

Garðar

Kessel-Lo er almenningsgarður rétt hjá Leuven en þar er hægt að fara í sund, leigja róðrarbáta, fara í mini-golf, setja inn á veitingahús eða leika í veglegum leiktækjum í garðinum. Garðurinn er lokaður yfir vetrartímann en opnar snemma á vorin.

Domain de Huizingen er sambærilegur garður rétt fyrir utan Brussel.

Image by Aditya Vyas

Söfn

Náttúruvísindasafnið er frábær valkostur fyrir fullorðna og börn. Hér er hægt að skoða eitt stærsta risaeðlusafn í Evrópu og allt sem góðu náttúruvísindasafni sæmir. 

Barnasafnið, ekki misskilja það sem svo að börn séu til sýnis hérna, heldur er þetta ævintýraheimur fyrir krakka allt niður í fjögurra ára. Markmiðið er fræðsla og örvun fyrir krakka um ýmis málefni, efla þroska og ýta undir samtöl við fullorðna í gegnum leik. Gagnvirkt safn sem leyfir krökkunum að njóta sín.

Leikfangasafnið (Le Musée du Jouet). er fín skemmtun fyrir börn á leiksskóla aldri. Á safninu eru leikföng allt frá árinu 1830. Þó svo mörg leikföng séu aðeins til sýnis eru líka sett fram leikföng fyrir krakka að leika sér með. Þetta er lítið safn og getur verið skemmtilegur valkostur fyrir ungar barnafjölskyldur á rigningardögum í Brussel.

Teiknimyndasafnið er mögulega meira fyrir eldri krakka en safnið er líka miðað inn á fullorðna sem hafa mikinn áhuga á belgískum teiknimyndasögum. 

bottom of page