Stellar Walks

  Guided Tours

  Næturlíf

  Torg og hverfi

  Algengt er að fólk sem sækir borgina heim leiti í miðbæinn til að kynnast næturlífinu í Brussel. Vissulega eru þar skemmtilegir barir og staðir til að njóta en vilji maður fara aðeins út úr margmenninu eru ýmis hverfi og torg sem gaman er að vita af. Borgin og hverfi hennar iða af lífi á kvöldin og um helgar svo það er um að gera að fara út og soga í sig kvöldmenninguna.

  Stellar Walks mælir með

  Saint-Géry

  Eftir kvöldmat er gaman að finna sér góðan stað við Saint-Géry torgið, fá sér vínglas eða skemmtilegan kokteil. Á sumrin eru útisvæði staðanna stærri en staðirnir sjálfir og rétt svo hægt að ganga eftir götunni. Hérna situr fólk, nýtur þess að spjalla saman og horfa á mannlífið. Hérna eru nánast aðeins barir og lítið um veitingastaði. Stemningin er afslöppuð, tilvalin fyrir róleg kvöld og smá pöbbarölt.