top of page
Sérsniðnar ferðir
Ertu að skipuleggja ferð fyrir vinnustaðinn eða vinahópinn og langar að gera eitthvað meira eða öðruvísi? Stellar Walks býr yfir áralangri þekkingu á því sem Belgía hefur upp á að bjóða og getur auðveldað alla hugmynda- og skipulagsvinnu hópaferða.
Stellar Walks getur sérsniðið ferðir fyrir hópa út frá óskum hvers hóps fyrir sig. Stórir sem smáir hópar, langar sem styttri ferðir.
Stellar Walks aðstoðar m.a. við:
-
Hugmyndavinnu
-
Dagskrágerð
-
Pantanir á veitingastöðum
-
Sérsniðnar leiðsöguferðir
-
Dagsferðir frá Brussel
Listinn er að sjálfsögðu ekki tæmandi og því best að hafa samband til að ræða möguleikana í boði út frá óskum og þörfum hópsins.
bottom of page