Veitingastaðir
Veitingahúsamenning
Í Brussel er enginn hörgull á góðum veitingastöðum. Flóran er bæði fjölbreytt og skemmtileg enda borgin sú næst fjölþjóðlegasta í heimi á eftir Dubai. Hvort sem maður vill fara á Michelin staði eða notaleg bistro þá ætti enginn að verða svikinn.
Margir staðir eru með lokað á milli hádegis- og kvöldmatstíma, algengast er þá að opna aftur á milli kl.18.00 og 19.00. Á sunnudögum eru langflestir veitingastaðir opnir en sumir loka þá á mánudögum.
Þjórfé tíðkast ekki í Belgíu, nema maður sé sérstaklega ánægður með þjónustuna.
Michelin veitingastaðir
Í Belgíu eru yfir 120 veitingastaðir með Mchelin stjörnu sem gerir Belgíu að afar áhugaverðum áfangastað fyrir sælkera. Ein stjarna er skilgreind sem "mjög góður veitingastaður" skv. Michelin. Aðeins einn staður í Beglíu er með þrjár stjörnur eða "einstök eldamennska sem er vel þess virði að gera sér sérstaka ferð". Sá staður heitir Hof Van Cleve og er staðsettur ekki langt fyrir utan Ghent.
Af 23 veitingastöðum með tvær Michelin stjörnur eru fimm í Brussel. Tvær stjörnur eru skilgreindar sem "frábær eldamennska sem er vel þess virði að taka á sig krók fyrir". Þessi eru í Brussel:
- La Paix
- Bon Bon