top of page
Search
  • Stellar Walks

15 Sérkennilegar staðreyndir um Saint Nicholas

Updated: Apr 16, 2019




Í dag fagna belgísk börn komu Saint Nicholas eða heilags Nikulásar og því má til gamans rifja upp nokkrar skemmtilegar staðreyndir um þennan áhrifaríka mann.

1. Heilagur Nikulás er frá Tyrklandi, ekki Spáni eins og belgískum börnunum er sagt í dag. Óþarfa smáatriði svo sem, bæði eru þau við Miðjarðarhafið.

2. Mannúðarstörf eru honum í blóði borin. Hann var einkabarn auðugra hjóna sem eyddu miklum tíma í að hjúkra veikum en þau smituðust svo sjálf og dóu þegar hann var ungur drengur. Auðæfin sem hann erfði nýtti hann til að aðstoða fátæka og veika.

3. Hann var stundum kallaður “stráka biskupinn” (boy bishop) þar sem hann varð biskup í Myrna aðeins þrítugur. Hann dó skömmu eftir stöðuveitinguna.... engin staðfest tenging.

4. Rauðu og hvítu sælgætis piparminntustarfirnir sem við þekkjum eru raunverulega tilvísun í biskupsstaf eða bagal heilags Nikulásar.

5. Rauði litur jólanna er jafnframt tilvísun í biskupsklæði hans.

6. Í helgisögn um heilagan Nikulás segir að hann hafi frétt af fátækum föður þriggja stúlkna sem hafði ekki efni á að borga með þeim heimamund og óttaðist að þær þyrftu að gerast vændiskonur. Heilagur Nikulás vildi aðstoða manninn en ekki að nafn síns yrði getið. Í skjóli nætur skildi hann eftir 3 poka með gullpeningum í glugga föðursins, stelpunum til bjargar.


7. Hefðin um gjafmilda jólasveina var svo mynduð að frumkvæði franskra nunna á miðöldum. Til að fagna degi heilags Nikulásar þann 6. Desembers, ákváðu nunnurnar að skilja eftir nafnlausar gjafir við dyr fátækra fjölskyldna og barna í skjóli nætur. Daginn eftir fundu fjölskyldurnar ýmist lítin poka með peningum, mat eða annað hjálplegt. Þegar spurt var hver hefði gefið gjafirnar var svarið jafnan “það hlýtur að hafa verið heilagur Nikulás”. Í kjölfarið fóru krakkar að setja skó sinn í gluggann til að óska eftir gjöf frá honum.

8. Sið okkar Íslendinga varðandi skógjafir má líklegast rekja til þessa því upphaflega settu börnin skó sinn í gluggann til að óska eftir gjöf frá heilögum Nikulási.

9. Gullserkirnir þrír sem heilagur Nikulás gaf stelpunum þremur eru notaðir í merki veðkaupmanna (e. pawn brokers), sem tákn fyrir meðaumkun og hjálparhönd.... svona ef maður vill skila einhverjum jólagjöfum.


10. Heilagur Nikulás gefur gjarnan appelsínur eða klementínur til að gleðja börnin en það er einnig tilvísun í gullserkina sem hann gaf dætrunum þremur. Enda er ekki allt gull sem glóir.

11. Heilagur Nikulás er sagður hafa endurlífgað þrjú börn sem slátrari myrti og bútaði niður til að selja sem skinku… ekki veit ég hvort jólaskinkan sé þaðan komin en vonum að svo sé ekki.


12. Sumir benda á að myndbirting heilags Nikulásar á hesti þar sem hann flýgur á milli þaka, sé dregin af norræna guðinum Óðni og hestinum Sleipni.

13. Sagt er að úr skríni með jarðneskum leifum hans vætli glær vökvi eða olía sem bætir flest mein, kölluð Nikulás-manna og er seld í litlum glösum. Einskonar EGF dropar þess tíma líklega.

14. Árið 2005 fengu vísindamenn að greina hugsanlegt útlit hans út frá beinum hans. Samkvæmt því var hann um 150 cm á hæð (aðeins undir meðalhæð þess tíma) og var með brotið nefbein. Mynd af niðurstöðu þeirra má sjá hér fyrir neðan.


15. Hollendingar héldu hefðinni um “Sinterklaas” þegar þeir stofnuðu Nýju Amsterdam í Norður Ameríku árið 1621. Í gegnum enskuna þróaðist það svo í Santa Claus.

69 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page